þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ahh, fyrsta postið mitt.

Ég var að koma úr Vinabæjamóti sem átti sér stað í Svíþjóð. Ég kom í gær með Grænlandsflugi en mér finnst samt eins og ég hafi komið í dag...kannski af því að ég svaf frá því að ég kom í gær og alveg þangað til....núna.

Það var massa snilld í Svíþjóð, flugið út var alveg fínt og gott sko, varð ekkert flugveikur né neitt, aldrei þessu vant. Það voru 4 hópar þarna úti, og fjórir liðstjórar, einn í hverjum hóp,

Músík og Dans - Hallur (það er ég, VÍÍÍ)
Íþróttir - María
Matargerð - Emmi
Skartgripa og Búningagerð? - Helgi

Þemað var "Víkingar"

Ég sona bjóst við að músíkhópurinn yrði eins og seinasta ár...syngja og skemmta sér, en neinei, það var aðallega hommalegir og viðbjóðslega asnalegir dansar, sem ég býst engann veginn við að einhver víkingur hafi þorað dansa, nema hann vilji laða að sér aðra "ARGA" víkinga, víkingar voru mest í að drekka mjöður, drepa fólk, nauðga konum, og ræna þorp, en fyrir utan það var leiklist og ég var meira að segja vinsæll þarna, tveir flokkar í Músík og Dans (Leiklistar) hópnum þarna vildu mig, hommalegir vibbar sem sömdu gay og ófrumlegar sona "Skissur" (sketches), og síðan sona Street Theatre álíka hommalegir og skrítnir gaurar sem sömdu asnalegt drasl, og ég var víst pantaður í það, það góða við það var að þetta átti að vera spuni, þannig að allt það fyndna sem gerðist í þessu Spuna-Street Theatre- Atriði var mér að þakka, og ég var t.d. sá eini sem lék eitthvað af ráði þarna og gerði það vel að mínu mati, hinn gaurinn kunni ekki einu sinni að spinna, hefði ég ekki sagt allt eins og var búið að æfa og ákveða þá hefði hann bara beðið, alls ekki tilbúinn að spinna í kringum etta. Enda var þessu gaur virkilega samkynhneigður!, og eftir leiksýninguna fékk ég óskarsverðlaun (Víkíngabát úr tré) og Einn sænsku gauranna sem var shéffinn þarna í Tónlistarhópnum sagði "You are very good...actor, you should go to acting school" eða eitthvað álíka crap, ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér þannig að ég bara sagði Takk oft og mörgum sinnum. Síðan kynntist ég skemmtilegu fólki þarna. Mest af öllum kynntist ég Finn og Grím, og þessir tveir náungar eru argasta snilld, algerir snillingar, ég fór að djamma eitt kveldið með Finn, Ingu, Emma, Helga og Maríu og komst þá að því að allt djammdót lokar kl 2 í svíþjóð sem er náttla bara ekkert nema vibbi! Ég hefði aldrei trúað því að Ísland væri betra en Svíþjóð í svona málum, ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira í bili þar sem ég er að fara á kaffihús með Ingu, ég bara rifja meira upp úr ferðinni á eftir eða á morgun.