laugardagur, júlí 19, 2003

Afsakið hvað ég er seinn að skrifa, ég hef bara ekki verið að gera neitt spennandi undanfarið eiginlega, sem er helv. sorglegt...en ég lofa mínum hardcore aðdáendum, að ég mun djamma fram í rauðan dauðann í kveld og skrifa allt...sem ég man.

Mér var boðið að koma með í kjarnaskóg með svefnpoka og áfengi í gær, 1.2% af mér langaði til að fara, þessi 1.2% eru þau prósent sem líkar við náttúru og þannig bull. En félagskapurinn hefði bætt allt upp reyndar, mest allt sem maður gerir með þessu fólki, sem ég má ekki nefna (Þau báðu um nafnleynd), er skemmtilegt. En í þessu tilviki var ég eiginlega búinn að ákveða að gera annað, eins og að borða grillmatinn sem var heima hjá mér, og fara í bíó með litlu systur minni, sem ég gerði. En ég bæti upp fyrir þetta með því að fara og djamma í kveld, vonandi fara allir sem fóru í gær. Nema kannski ef allir aðrir eru þunnir, þá endar það með því að ég þarf að fara einn út að djamma. En allavega....

ef þú hefur ekki áhuga á comic books, slepptu þá þessari málsgrein

(hvað er annars málsgrein)

Ég fór með systur minni The Hulk í gær, sem var alveg helvíti góð, ég elska Marvel bíómyndir. Ég hef séð X-Men, X-Men 2, The Hulk, Spiderman, og síðan var ég að horfa á DareDevil áðan hún saug by the way. Eins og þið kannski vitið þá er ég geðveikur Wolverine aðdándi...þar sem geðveikur þýðir ekki "voðalega mikill" heldur er ég geðveikur og líka wolverine fan. Þess vegna hef ég mjög gaman af því að horfa á allar þessar marvel bíómyndir, mér finnst bara asnalegt að þær tengist ekki allar og þær eru ekki gerðar eins og upprunalega sagan er. T.D. kemur Wolverine fyrst fram í Hulk blaði, og Jean Gray er ekki dauð, ekki heldur Lady Deathstrike, né Sabretooth, helmingurinn af þessu liði er ekki dautt..mér finnst að ef maður er að búa til bíómynd eftir sögu, allavega að hafa það eins...en ekki að búa til glænýja sögu.

En ástæðurnar fyrir því að ég fíla Wolverine er:

Wolverine er ekki eins og Batman né Superman, Batman og Superman drepa aldrei vondu kallana, heldur berja þá í hausinn og hringja á lögguna, Wolverine drepur allt og alla, and does so with style. Og Wolverine er geðveikt svalur massi, með flott hár og flotta barta. Og...hann er svo krúsí

Allavega, ef þið viljið sjá myndir af verðlaununum sem ég hef unnið og nýja Wolverine frontinu mínu smellið þá hér.


Grímur smelltu hér



Og ef þið eruð að fara að kaupa ykkur tölvu og peningar skipta engu, skoðið þá þetta; kröftugust tölvur í heimi það segir NASA allavega