sunnudagur, júlí 13, 2003


"More Gonzo Journalism"



Í gær ákvað ég að detta agnar-ögn í það til að bæta upp fyrir að hafa ekki dottið í það á föstudaginn. Byrjaði á því að fá mér slatta af vodka+pepsi heima hjá mér og sú drykkja byrjaði í kringum 7, drakk einmitt vodka og pepsi með kvöldmatnum sem var sjúklega góð steik.

Seinna um kvöldið hins vegar alveg frá 11 - sona circa 2 þá sat ég inni í eldhúsi að spjalla við pabba um ýmsa hluti sem eru að ske í samfélaginu og sollis. Með þessu spjalli bauð pabbi mér Jagermeister og Whisky sem ég þáði, og þegar fór að líða á kveldið vorum ég og pabbi orðnir ansi skrautlegir, og ég beið og beið eftir að Inga kæmi og gæti farið út að byrja djammið, en hún kom ekki fyrr en rétt fyrir kl 2, og þá var ég orðinn piss-fullur. Sem var bara ansi gaman sko.

Við fórum út og fórum á Cafe Amor og þar hitti ég mér til mikillar gleði og ánægju Emma og Finn. En ég hitti fleiri, ég hitti Huldu, Aua, Sólveigu. En allavega, rétt eftir það fór ég að barnum og keypti mér tvöfaldan Vodka í Sprite og þambaði hann (hann drykkinn). Við sátum við borð á efri hæðinni á Cafe Amor, Ég, Emmi, Inga, Finnur og Aui. Ég stóð upp frá borðinu og fór að barnum aftur og tók þá vatnskönnu sem var á borðinu án þess að barþjónninn tæki eftir því, fór með hana aftur að borðinu. Ég hélt á henni eins og bjórkönnu og þambaði úr henni, gerði mér ekki grein fyrir því að vatn er ekki áfengt. Síðan eftir að hafa setið þarna í pínu stund og reynt að haga mér vel, alveg örugglega án árangurs, fattaði ég að hárið mitt væri ómögulegt, þannig að ég tók og helti úr vatnskönnunni yfir hárið mitt og greiddi það aftur, til að reyna að líta út eins og Robert De Niro. Það virkaði sona tæplega, auk þess sem ég sullaði yfir allt borðið og yfir skyrtuna mína þegar ég reyndi þetta. Ahhh

Inga sat við hliðina á mér og sagði "Hey þarna er gunni", ég svaraði "ha gunni?!", og hún varð fúl af því að þegar ég er fullur heyri ég illa og haga mér illa, og svaraði "Nei GULLI" og ég lít við og sé gamlan bekkjarfélaga og vin Gunnlaug sitjandi í sófanum þarna í horninu, sem ég stekk strax upp og sest við hliðina á honum í sófanum, bulla einhverja steypu í honum, mig minnir að hann hafi farið að hlæja, en alveg örugglega bara að mér en ekki með mér. Iss what the fuck do i care?!, ég er entertainer, ég á að skemmta fólki any means possible!

Ég stend upp og fer að pissa og á salerninu hitti ég Silla,.....eða Stebba, ég meina...þegar ég er fullur geri ég ekki greinamun á tvíburum, og ég bullaði eitthvað í honum líka, man ekkert hvort hann hló eða ekki.

Rétt eftir þetta tökum við eftir að það er verið að spila Michael Jackson á fullu, og við fáum okkur fullsödd, (þótt sársvöng við séum) og ákveðum að fara eitthvað annað, pöbbarölt eða eitthvað. Og við leggjum af stað, en þegar við erum komnir að útganginum tökum við eftir að það vantar Ingu og við setjumst niður og bíðum eftir henni. En eftir að hún kemur til baka af salerninu sem ég vissi ekki að hún hafi verið á, þá sest hún niður hjá okkur hjá útgangsborðinu...og við gleymdum því að við ætluðum að fara út, þangað til 10 eða 20 mín seinna, þá ákveðum við aftur að fara út og við gerum það.

Síðan man ég ekkert svo mikið, nema við ákveðum að fara heim, panta pizzu og horfa á futurama, en NEI! Hérna var djöfullinn að verki, þegar við vorum lögð af stað heim, hætti Inga í símanum eftir að hafa hringt á dominos til að reyna að panta pizzu, en svo hrikalega asnalega vildi til að Dominos loka kl 3, og enginn pizzustaður er opinn sona seint....nema....TIKK TAKK, yes, ég segi þeim að fara á tikk takk og fara í röðina á meðan ég hleyp í hraðbankann að redda mongúsnum (peningnum). Ég hleyp inní tikk takk úr hraðbankanum og er þvílíkt sáttur þegar ég frétti að inga pantaði Skinku Pepperoni og Ananas, jafnvel þótt að Inga hati ananas, sona er hún góð við mig...eða...bíddu ég er að borga fyrir pizzuna...allavega... hún er góð almennt.

Síðan á meðan við erum að bíða eftir pizzunni, þá tek ég eftir pari sem er að sitja og njóta matarins síns. (þetta hljómaði asnalega.."matarins síns") og ég byrja að bulla og bulla, og þetta var svona eins og að tala um vin sinn í þriðju persónu þegar hann stendur við hliðina á sér. Ég var að segja helling af skemmtilegum og skondnum sögum, og ég talaði beint við Emma og Ingu. En ég talaði það hátt að allir aðrir heyrðu og parið fannst ég greinilega dáltið skondinn, og ég man ekki mikið meira nema að ég byrjaði að spjalla við parið og lét þá fá þessa slóð að blogginu mínu. Og þetta var held ég Final Strawið. Núna verð ég að gera eitthvað...ég hef hæfileika og ætti að fara í skóla!, ég ætla að gerast leikari! Ég hef svo gaman að því að koma fólki til að hlæja, mig langar að gera það "for a living".

En allavega, við fáum pizzuna, ég kveð fólkið sem hló að mér og við leggjum af stað heim, þegar við erum komin heim horfum við á futurama og slöppum af og borðum pizzuna, Namm! Það var gaman, síðan eftir smá stund...þá er Inga að fara heim og Emmi fer líka þannig að ég steinsofna og vakna daginn eftir með pizzuleifar útum allt gólf og pizzusósu á takkaborðinu.

Viðbót: Ég held að ég hafi kysst Emma þetta kvöld, ég sagði einmitt við Ingu áðan "Ég á það til að vilja kyssa Emma þegar ég er fullur" hún svaraði "Þú átt það til að vilja kyssa Emma þótt þú sért ekkert fullur" og ég svara og pæli "True True, but can you blame me?"

Þið ráðið hvaða ályktanir þið dragið af því, ég kem aftur með skondar pælingar og solleis helst á hverjum degi, en það er bara til að drepa tímann þangað til að ég kem með næstu Gonzo frétt.

Later Dudes!