miðvikudagur, júlí 09, 2003

Hvort er betra að setjast á kalda klósettsetu eða heita klósettsetu?

Plúsinn við kalda er að þá veit maður að klósettsetan er sona nokkurn veginn "fersk", hefur ekki verið notuð í dáltinn tíma, og þá líður manni betur þegar maður er sona "Vonerable".

Plúsinn við heita þá fær maður ekki gæsahúð þegar maður sest. En hver vill setjast á HEITT klósettið eftir að "Boli Frændi" (sem er virkilega feitur og alltaf með matarleifar á fötunum sínum) er nýbúinn á því, og síðan segir hann við mann þegar maður mætir honum á leiðinni inná salernið "Ég hélt því heitu fyrir þig".

Hmm, það var ekki gaman hjá mér í vinnunni í dag...eða...hversu oft segir maður "Djöfullinn var gaman í vinnunni í dag"...ég held aldrei....

En það sem bætti allt var að ég tók iPodinn með mér í vinnuna, sem var bara massa snilld sko, ég var farinn að dansa með Move Your Feet á tímabili. Það er geðveik snilld að hlusta á músík með headphonum þegar maður er að labba úti, af því að hægt og rólega (allavega geri ég það) fer maður að dansa, eða allavega hreyfa sig einhvern veginn í takt við músíkina, og fólkið sem er að fylgjast með en fær ekki að heyra neina músík finnst það kannski skrítið að maður labbi eins og fjölfatlaður maður í sykurlosti. I like it, it's delicious.
En síðan virkar ekkert að hlusta á sorglegar kvikmyndaþemur í vinnunni minni, af því þá fer ég bara að fara hægar og horfa í kringum mig og reyna að finna eitthvað sem ég get tengt við músíkina sem ég er að hlusta á.

Á ég að segja ykkur hvað er perralegasta orð ever?

SSssshhhhhh

Í réttu samhengi þá er þetta það perralegasta ever...hérna ímyndið ykkur að vakna við að heyra þetta:

"USSSSss...þetta er alltílagi, þetta er bara Hallur, farður aftur að sofa, þetta verður bara litla leyndarmálið okkar" og síðan bætir hann kannski við
"Ef þú verður þæg(ur) færðu að velja úr dótaskúffunni" alveg eins og hjá tannlækninum

Ég prufaði að vekja Finn svona í Svíþjóðarferðalaginu, hann sagði að það væri mjög sona "frískandi og gott"....ég meina þarna vaknar maður um leið...þarna vill maður EKKI snooze'a!

en...nei...þetta var subbulegt, ég þori að veðja að það séu sumir sem lesa þetta sem bara hugsa...
"vá...aldrei hefði mér dottið í hug að hallur væri sona ógeðfelldur" ....en jújú...sona er ég

Late Dudes