Nei, heyrðu nú mig. Hérna kemur " some pure Gonzo journalism"
Í gærmorgun þegar ég vaknaði þá var ég frekar slappur. Ég var með flensu eða eitthvað álíka, kvef og virkilegur hausverkur, þannig að ég lá bara uppí rúmi og át magnýl og vonaði að mér batnaði. Samt var ég ekki með neinn hita, merkilegt að ég fæ aldrei hita þegar ég veikist. En allavega, útaf þessum óviðráðanlegu veikindum breittist viðhorf mitt til djammsins sem átti að taka sér stað þetta kvöld. Mig langaði helst ekkert út, bara að liggja uppí rúmi og vola og vorkenna sjálfum mér. En þegar ég sagði Ingu og Emma þessar sorgarfréttir að ég myndi kannski bara liggja heima og gera ekki neitt í staðinn fyrir að djamma feitt með þeim og fleirum þá setti Emmi upp þennan sorgarsvip, sem enginn getur staðist. Reyndar vorum við að spjalla á MSN þannig að sorgarsvipurinn var ekkert meira en :( en samt!
Þannig að ég steypti í mig nokkrum Tequila skotum og fékk mér nokkra Hot N' Sweet sopa og sagði. "Ahh...essi veikindi....ekkert sem að tequila getur ekki skolað burtu". Fékk mér Vodka og Kók með matnum. Síðan þegar var liðið á kvöldið, klukkan var sona 9 eða svo þá var ég orðinn sæmilegur, en málið er...að vera veikur og að drekka, þú verður "another kind of" fullur. Allt önnur reynsla, mér fannst ég vera bara miklu meira dasaður en venjulega og gat varla komið útúr mér orðum. Þá var ákveðið að hittast heima hjá mér við fjögur Helgi, Emmi, Inga og ég.
Inga kom snemma og hjálpaði mér að taka til ...sona mestu kúkabrækurnar og sollis áður en Emmi og Helgi kæmu. Ekki löngu eftir að Emmi og Helgi voru komnir þá voru Leaves tónleikarnir afskrifaðir af dagskránni. Og litlu eftir það hringdi María og spurði af hverju við vorum ekki í partýinu hjá Aua. Ég man ekki hver skýringin var, en ég held að það hafi verið að við höfum gleymt því allavega var ég búinn að steingleyma að það var partur af upprunalegu dagskránni. Við horfðum aðeins á DVD, drukkum slatta af Tequila, Hot N' Sweet og Bjór og síðan kom skemmtilegi parturinn...Við fórum útí bæ..
Sko, á þessum tímapunkti, þegar við erum að labba niðrí bæ, er ég orðinn blindfullur. Og gleymdi ég að minnast á það að í miðju sötri back at my place var ég farinn að finna fyrir hausverk aftur þannig að ég tók tvær magnýl, Án þess að hafa hugmynd um hvað magnýl og áfengi gera saman. Allavega enginn hausverkur lengur.
Restina af sögunni man ég ekkert voðalega vel, kannski er það magnýlið sem gerir það er ekki viss, eða það að ég var alveg örugglega búinn með 8-10 tequila skot áður en ég fór. En allavega fyrir framan Videoland hitti ég Helga Þór og mig minnir að ég hafi hrætt úr honum líftóruna með bulli. En hann fór á endanum bara að hlæja og útskýrði fyrir vinum sínum "hehe, hann er bara fullur". Við vorum komin á Kaffi Amor, veit ekki hvernig ég komst upp á aðra hæð án þess að muna eftir því, en svona er lífið. þar hittum við...ef ég man rétt Magga, Jón Inga, Sólveigu og Kristjönu...kannski Huldu?, ég man það ekki...algert blur...en kellingin sem var að spila tónlistina var virkilega spúkí allt átfittið hennar minnti mig á Flock Of Seagulls út af ástæðu sem ég man ekki.
Síðan var ferðinni heitið á Sjallann, ég man ekki eftir að hafa fengið miða frá Ingu né að hafa sýnt miðann minn, en áður en ég vissi af var ég kominn inn og allir hinir biðu eftir mér í tröppunum. Við fórum uppá aðra hæð, eftir það man ég ekki mikið, hey jú bíddu, við vorum að dansa, veit ekki hvort ég kalli alla kippina og spastísku hreyfingarnar mínar "dans" en, eitthvað verður það að heita. Og eftir dáltinn "dans" var fólk orðið þyrst, þannig að við fórum að barnum og Inga keypti eitthvað handa mér sem ég man ekki hvað var...tvöfaldur eitthvað í eitthvað glært. Selma Eurovision stóð þarna fyrir aftan okkur og ég sneri mér við og fór að tala við hana um...veit ekki hvað alveg örugglega eitthvað bull af því að mig minnir að hún hafi sett upp sona "ég er drulluhrædd en brosi samt svo að fólkið gruni ekkert" bros. Helgi rak sig í drykkinn minn og hann sullaðist niður, Inga var reið við mig og ég reyndi að útskýra, hún skildi og fyrirgaf, allt í góðu glensi.
Fórum á neðri barinn, þar sá ég Hauk *hálfvita* sem átti Nýjabíó og Frostrásina einu sinni...man ekkert hvað hann heitir...var það kannski eitthvað Haukson..bíttar ekki, ég bað um sopa af drykknum hans og hann neitaði. Mér fannst það illa gert, en jæja. Bróðir hans Gæ(j)a sagði mér að raka skeggið og hafa bara pínu skugga og sagði mér allskyns nytsamlega hluti og ég var sáttur með það...vinkona hans var þarna og ég teygði mig í hana...er ekki viss til hvers...ég held bara til að heilsa henni, en hún flúði hrædd.
Emmi var sofnaður í einum sófanum þarna eftir að hafa bíttað á líkamsvessum svo all-geysilega. það hafði greinilega þreytt hann, ég vakti Emma ef ég man rétt og við fórum út.
Við löbbuðum inní nætursöluna og fólk fékk sér hamborgara og ég beit í þá, þar hitti ég marga sem ég þekkti en man ekkert hverja, það var um það augnablik þegar ég byrjaði að tala með skoskum hreim og þóttist vera jesú, Ég var jú í kufli, andsk, gleymdi að segja frá því, við vorum öll í kufli sem við höfðum fengið í svíþjóðarferðinni. En jú einhvern veginn fannst mér Jesú(s) alltaf vera svo skoskur, þannig að við vorum fyrir utan nætursöluna í dáltinn tíma, og ég fékk nægan tíma til að hræða fólk, sagði hluti eins og "Believe in me, and you will be saved" eða "Jesus forgives all your sins" og sona crap. Sumir tóku vel í þetta og reyndu meira að segja skoskan hreim sjálfir, en aðrir voru bara fúlir og nenntu ekki að standa í þessu. Alltof fullorðnir fyrir fíflagang greinilega. Það var þarna sem við hittum Maríu, rétt áður en maður fór að sofa, ekki nógu gott af því að hún átti að vera með okkur frá...ja sona nokkurn veginn byrjunareitnum. En við spjölluðum við hana og löbbuðum síðan út...hvað sem hún heitir gatan sem Videoland er við og á leiðinni var ég að þykjast vera Jesú. Ein gömul kona sagði við mig "Þetta er ógeðslegt, þú leggur nafn guðs við hégóma, þú ættir að skammast þín". Og ég reyndi að hlæja ekki en án árangurs, en hláturinn endaði bara í hóstakasti út af kvefinu. Síðan löbbuðum við í áttina heim, þegar við vorum komin að sjallanum labbaði Helgi heim, eða var það áður ég man það ekki. Við löbbuðum aðeins lengra og þá koma Hulda hlaupandi, og ef ég man rétt, þá lyftum við henni upp...og/eða héldum á henni...ég og emmi þ.e.a.s., ég man ekki alveg...og rétt eftir þetta fóru inga og emmi heim og ég heim...fékk mér upphitaðan hamborgara og fórr svo að sofa.
Ég sleppti kannski sumu þarna inná milli...er ekki viss.
Látið mig vita ef þið vitið um eitthvað sem ég skrifaði ekki hérna.
<< Home