Oj, sko ruslið er svona...það eru tveir bílar, einn pressubíll og einn pikköpp. 3 trimmarar og einn bílstjóri á stóra og 1 trimmari og 1 trimmari/bílstjóri á pikköppnum, og driverinn á pikköppnum er alger hálfviti, hann er blanda af Jeff Daniels í Pleasentville (gat ekki gert neitt nema allt væri eins og það hefur alltaf verið) og Lenny úr Of Mice And Men (bald ugly, ótrúlega tregur). Og af vegna þessa vill enginn vinna með honum, þannig að það þarf að skiptast á að vinna með honum og þessi vika er mín vika. Þessi maður er lifandi gubb! Hann er í 2 bolum 1 peysu og síðan geðveikt þykkri vinnuúlpu og samt með miðstöðina í botni og á hæstum hita, sem þýðir bara eitt, hann hreyfir sig ekki rassgat. Og svona öðru hverju þegar ég er bara að reyna vinna mín vinnu...þá segir hann eitthvað eins og "neee...ég og.....raggi tökum þetta ekki svona"...það verður allt að vera alveg eins allar vikurnar, ein smá breyting og þá fer spægipylsa að leka útúm eyrun hans. Stundum vill hann líka að við förum báðir í eitt hús, það er bara af því að hann er aumingi!, hann er alltaf að skíta á sig við að lyfta fis-léttum pokum. Allavega, ég er að vinna með gubbi, og mér finnst það ekkert spes. Update on this story tomorrow.
On other notes, af hverju er áfengi svona dýrt hérna, ég var að heyra að það hafi verið að lækka áfengi í danmörku og að núna kosti vodkinn úti helmingi minna en hérna, PÆLIÐ Í ÞVÍ.
Og annað fyrst við erum að tala um áfengi...hvernig væri að vera bara með kælihillur í ríkinu, þannig að þegar maður kaupir sér bjór og þannig...þá þarf maður ekki að byrja á því að kæla hann, heldur gæti maður sötrað hann á leiðinni heim, hversu mikil snilld væri þa?!?!?!
Ennþá betra væri ef það væri leyfilegt að selja áfengi í kjörverslunum. Picture this scenario
Klukkan er hálfátta á föstudegi, þig langar að djamma en oohhhhh... þú gleymdir að kaupa áfengi.....
EKKERT MÁL ferð bara útí hagkaup/bónus/nettó (which ever one you like) og kaupir þér það sem þú vilt drekka, keyptu tvær kippur af bjór og þá færðu frían jógúrt!
Later Dudes
<< Home