laugardagur, ágúst 23, 2003

Það er langt síðan ég bloggaði síðast. Seinasta laugardag var haldið upp á afmæli ömmu minnar, það var leig rúta og þetta var einnhvers konar óvissuferð en ég hafði ekki hugmynd um hvert við værum að fara. Daginn áður hafði amma minnst eitthvað á það hvort ég gæti talað í kallkerfið í rútunni. Ég svaraði ekki og datt ekki í hug að hún væri að meina þetta í alvörunni, að þetta væri bara eitthvað djók. En neinei, þennan eftirminnilega dag í rútunni, komst ég að því að þessi beiðni hennar var ekki djók. Ég var kallaður fremst í rútuna og látinn bulla einnhverja vitleysu. Vitleysan sem rann upp úr mér var í svona Fear and Loathing stíl en engin þarna hafði séð myndina né virtist skilja þennan húmor. Sú eina sem hlóg eitthvað af þessu var Heiðbrá, ég veit ekkert hvort hún hafi verið að hlægja að þessu sem ég sagði eða bara mér. Eftir þetta neyðarlega bull í micraphone-inum þá var mér leyft að fara aftur í sætið mitt þar sem ég sat kófsveittur og hugsaði um hvað þetta var asnalegt. Stuttu eftir það vorum við komin að áfangastað og það var Hlíðarbær. Við fengum ekki að borða strax heldur var myndasýning efti ömmu í anddyrinu sem þurfti að skoða fyrst. Eftir laanga myndaskoðun þegar allir voru orðnir glorsoltnir, þá var loksins hleypt inn í matsalinn og byrjað að snæða. Það sem var á boðstólnum var óskorið allaveganna skrítið brauð, áleggið ofan á það var annað hvort síld, ostur, eða einnhvern veginn ket-álegg. Ég hafði með mér 6 Bacardi Breezera af því að ég bjóst við að allir aðrir myndu drekka stíft. Neinei, svo var nú ekki. Mér finnst nú allavega eiga að vera ein terta í svona stórafmæli, þetta var sextugs afmæli.

Ömmu hefur örugglega fundist það skondið að fá sér ekki strax að borða heldur að útbúa sér matinn sjálfur. Sú hugmynd að skemmta sér á meðan maður fær sér að snæða hlýtur að vera mjög ánægjuleg hjá henni. Mér fannst það ekki. Þannig að ég fékk mér illa skorið brauð, þar sem ég skar það sjálfur með ostsneið ofan á og þambaði bacardi breezerinn með. Það er það eina sem stytti kvöldið aðeins, breezerinn þ.e.a.s., samt vorum við þarna í zirka 6 tíma. Ég gerði ekki mikið annað þetta kvöld nema bara fara að sofa.

Sunnudaginn gerði ég eiginlega ekki neitt nema ég brenndi og prentaði út á diska sem ég ætlaði að gefa ömmu. Ég fór líka í sumarbústaðinn til Grétars, hann var á Illugastöðum. Áður en við grilluðum glæsilega steik um kvöldið lékum við Heiða okkur í hackey sack og boltaleikjum.

Mánudagurinn var stóri hrekkdagurinn hennar mömmu. Þennan dag var planað að Gréta, Hallur og Oddur; öll systkini hennar mömmu, kæmu saman og myndu skjóta ömmu skelk í bringu. Vegna þess að þessi systkini búa í Danmörku og þau hafa ekki Öll verið saman í langan langan tíma. Athöfnin fór fram í Vín, allt heppnaðist þetta vel. Ömmu brá.....

ojj maginn ég er þunnur

...henni brá og athöfnin þessi fannst henni mjög ánægjuleg, að sjá öll börnin sín á einum stað. Það fannst henni örugglega mjög gaman. Ekkert meira spes skeði þennan dag nema að ég fór á Subway.

Þriðjudagur...þriðjudagurinn var einn fyndnasti dagur sem ég hef upplifað. Halli snappaði á tilverunni. Hann gerði einnhver mistök í vinnunni og var skammaður fyrir þau. Hann var líka skammaður almennt útaf lélegri umgengni í vinnunni og þá var hann reiður og fannst hann vera sá eini sem er skammaður (hann fattar greinilega ekki að hann er sá eini sem er alltaf að gera eitthvað af sér.) Þegar pabbi talaði um að endur væru þessar fallegustu steikur þá var Halli sár eða einnhver tilfinning sem ég skil ekki alveg og sagði
"Láta þessar endur vera, það á bara að friða alla fugla"
Ég var snöggur að spyrja hann
"Finnst þér þá kjúklingur vondur?"
Hann svarar frekar reiðilega
"Hvað kemur það málinu við?"
Ég ítreka spurninguna nokkrum sinnum aftur og aftur. Álíka svör koma frá honum líka bara t.d.
"Hvað tengist það þessu?"
Síðan hætti ég að tala um þetta því hann var greinilega ekki að skilja þetta því hann er eins og 5 ára krakki. Seinna um daginn heldur hann áfram þessu fáránlega, barnalega tuði. Hann talar um að öllum þessum dýrum sem eru drepin sé fargað. Ég þverneita og segi að þetta sé allt nýtt til matar. Þá fer hann að tala um
"Hvað er þá gert við hausana á kjúklingunum"
Ég segi náttúrlega
"Auðvitað er þeim bara hent"
Þá segir hann
"Já þá er það alveg eins og að farga öllum fuglinum"
Ég fer að skellihlæja að þessu og hætti að tala við hann um stund. Seinna fer hann að tala við Helga um að þessir hvalir sem er verið að drepa séu ekki nýttir til matar og pabbi minn þvertekur fyrir það vegna þess að hann þekkir inn á svona veiðimál. Síðan fer hann að tala um að hann viti betur sem hann og gerir ekki og fer að tala um að það sé drekkt beinagrindunum af hvölunum. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera með þessa setningu en It makes you wonder what it is that is going on up in his small brain. Seinna um daginn var ég að henda rusli upp í skúffuna og út úr einum pokanum kom ryk, hellingur af sagi og ógeði, ég forðaði mér snögglega til að fá ekki sagið í augun og munninn og gaf frá mér svona pufff. Þá segir Halli sem stendur við hliðina á mér
"Hvað er aðér?"
Ég svara
"Æji mig langar ekki að fá ryk og helling af ógeði í andlitið á mér"
Þá segir Halli
"Ertu ekki að vinna þína vinnu?!"
Ég fer bara að hlæja að honum og finnst hann asnalegur, skil ekkert hvað hann er að meina með þessu bulli. Ennþá seinna er Halli með eitthvað tuð og vesen inní bílnum og pabbi biður hann
"plíís viltu reyna að vera normal"

Við þessu svarar hann Haraldur með bestu línu ever. Halli sem barði konuna sína í harðfisk, Halli sem bannaði konunni sinni að hitta annað fólk, Halli sem bannaði konunni sinni að taka bílpróf, Halli sem mætti á vinnustaðinn hjá konunni sinni rétt áður en hún hætti til þess að vera viss um að hún talaði ekki við neinn ókunnugan, Halli sem sá um peningamálin hennar til að vera viss um að hún myndi ekki eyða peningunum í "vitleysu" og Halli sem hefur gert margt fleira og viðbjóðslegt sem ég vil ekki telja upp hér sagði

"Ég er 100% normal"



Daginn eftir mætti Halli ekki einu sinni í vinnuna. Hann hafði ákveðið sjálfur að taka frí án þess að láta neinn vita. Hann hefur kannski haldið að við myndum bara fatta það að hann hafi ætlað í frí eða myndi bara ekkert mæta, en neinei það er ekki þannig. Pabbi hringir í hann og spyr hann hvað sé málið, af hverju hann sé ekki mættur í vinnuna. Hann segist vera í fríi. Pabbi segir náttúrlega bara að hann geti ekki reddað mannskap bara svona um leið og þetta sé alveg fáránlegt hjá honum, en þá reynir Halli að útskýra sem ég held að ég lygi, að hann sé að fara til tannlæknis. Seinna um daginn þegar hann var aðspurður hvaða tannlækni hann væri hjá. Svaraði hann
"Top secret"
Helgi spyr hann þá
"Nú af hverju megum við ekki vita hvað hann heitir?"
Halli svarar
"Þá getur fólk farið að forvitnast"
Og hann hélt því fram að þetta væru persónulegar upplýsingar, hjá hvaða tannlækni maður er hjá. Meira af þessu tuði og áður en ég vissi af var komin helgi.

Föstudagur.......ég hringi í Emma og bið hann um að koma með mér í ríkið og ég kaupi mér kippu af Bacardi Breezer sem ég klára um kvöldið, með yyndislegum mat; Chicken Fajitas. Maturinn var geðveikt góður en máltíðin var ömurleg. ímyndið ykkur 30 manns sem sitja við borð sem er einn meter að lengd og breidd og tæplega pláss fyrir diskana útaf öllu meðlætinu sem þekur allt borðið. Ég þarf að setja hendina mína upp á öxlina á pabba til þess að komast fyrir í þessu öngþveiti. Eftir fjórar Fajitas pönnukökur var ég orðinn sáttur og búinn með 5 bacardi breezera. Þá fer ég út í sterkari efni. Ether...nahh i wish, vodka. Inga comes over, drekkur með mér áfengi og ég fæ viskí skot frá pabba. Ég fer að blanda saman viskí og vodka sem er ekki mjög góð blanda. Eftir einnhverja stund kemur Grímur líka og ég er orðinn allnokkuð ölvaður, man mjög lítið. Inga og Grímur vilja fara út, ég vil það ekki, ég nenni því ekki, mig langar bara að chilla því mér líður ágætlega. Þau fara út og halda að ég sé í fýlu. Ég held áfram að sötra og sötra, kannski einum of mikið, jafnvel tveimur of mikið. Ég tek þambsopa þrjá af vodkanum, dry. Þamba það eins og vatn og æli svo í rusladallinn sem situr hér við hlið mér....ekki góð lykt úr honum.

Ég var byrjaður að bulla vitleysu í helling af fólki á msn, trúnó yfir msn. Pfff
Síðan stuttu eftir það dett ég úr sambandi og vakna við ömurlegustu þynnku sem ég hef upplifað. Þessi þynnka leiddi til þess að við þurftum að fresta rútuferðinni þangað til á sunnudaginn. Ég fer inn á baðherbergi og neyði mig til þess að æða því mér líður hræðilega. Æli tvisvar eða þrisvar miklu magni, seinasta ælið var sársaukafullt og innhélt bara blóð.

That pretty much sums it up.

Later dudes

Snikt