Jájá, kominn tími á blogg segir lýðurinn, ég veit samt ekki hvort ég hafi eitthvað til að blogga um. En ég eldaði Tortillas í fyrradag, og rauðvínslegnar svínakótilettur í gær, það var snilld sko.
Á leiðinni í ríkið í gær mætti ég bliiiindfullum manni sem spurði mig, "Ertu harður?" ég sagði já (áður en ég gerði mér grein fyrir því að spurningin er tvíræð), þá sagði hann "Má ég þá prufa?" og ég sagði nei af því að það voru 5 mín í að ríkið lokaði og ég var ekki viss hvað ég ætlaði að kaupa mér, þurfti smá tíma til að skoða, þá kallaði hann mig kellingu, mér er eiginlega alveg sama hvað blindfullir kallar kl 4 á laugardögum á leiðinni í ríkið til að kaupa sér meira áfengi til að deyja áfengisdauða segir við mig, það hafði engin voðaleg áhrif á mig, jú lyktin af honum hafði áhrif hins vegar. Langtímaáhrif.
Seinustu vikur hef ég verið að hanga verulega mikið með gunna þar sem hann var í 5 vikna fríi, því miður komst ég eiginlega ekkert í frí á meðan hann var í fríi, einhver gimpur í vinnunni þurfti að klára allt fríið sitt í einu bara til að ég gæti ekki gert eitthvað með gunna, en samt, það bíttaði engu voða máli af því að ég var búinn að vinna kl 2 flestalla dagana, og þá var hann rétt svo kominn á stjá, þannig að það er ekki eins og ég hafi misst af miklu, reyndar hefði verið gaman að fara eitthvað saman, eins og til seyðisfjarðar og vera blindfullur.
Já heyrðu verzló var fyrir stuttu er þaggi?, djöfull man ég lítið eftir því, jú nú man ég, við vorum aðallega heima hjá gunna, fimmtudagskvöldið drakk ég smá heima með ingu og við nenntum ekki að gera neitt, eða þá að við fórum niðrí bæ og það var ekkert að ske, ég man ekki alveg, föstudagskvöldið drukkum við hjá gunna, og ég komst að því að Silla er manneskja sem ég vill ekki hitta þegar hún er full, hún er gangandi íkveikjuhætta, og kýlir mann ef maður brosir ekki. En allavega við fórum í Darts keppni hjá gunna, það var snilld, síðan endaði það með því að...ég sofnaði þarna í einhverju litlu herbergi ef ég man rétt, en síðan á laugardaginn eftir að hafa drukkið allverulega hjá gunna þá fórum við (That consists of Ég, Bryndís, Inga, Díana og Gunni) niðrí bæ, við týndum Bryndísi eiginlega strax eftir að við komum í bæinn, og daginn eftir sagði hún okkur að hún hefði farið í K.A. Heimilið. Ég, gunni, inga og díana vorum hins vegar niðrí bæ með læti og allavega, en það rann mjög fljótt af mér, þannig að ég var hættur að vera með læti og elti bara hin, inga og díana stungu hins vegar oft af, þessir kvenmenn eiga það til að stinga af. en eftir allnokkra veru í bænum fórum við í sitthvora áttina, semsagt heim. Ekkert spennandi skeði þarna, nema einhver stelpa sem kenndi okkur um að hafa brotið bjórinn sinn, og einhver hálfviti sem vildi að ég og gunni myndum slást, og ekki má gleyma harry potter gaurnum með asnalegu gleraugun sem sadly hélt að hann væri fyndinn. Sunnudagskvöldið var bömmer, gunni orðinn soft in his old age, var slappur eftir laugardagskveldið og gat ekki djammað á sunnudaginn, en allavega, Ég, Inga og Díana biðum heima hjá mér eftir einhverri sem fannst það ekki nauðsynlegt að segja okkur að hún myndi ekki koma fyrr en eftir 3 tíma bið. Þá fórum við niðrí bæ, sem saug af því að ég var alls ekkert fullur. Og við fórum heim snögglega eftir það. That wraps up verzló...pfft, ekkert spennandi djamm eiginlega.
Síðan fórum ég og gunni á fiskidaginn, og fengum okkur tvær tegundir af fiskborgurum, sem voru ógeðslegir, og mér varð illt í maganum við að borða þá, venjulegi fiskborgarinn var það hrár að kjötið var glært. Hrefnuborgarinn var vibbalega seigur og vondur. En það er alltaf gaman að djamma annarsstaðar en heima hjá sér, sérstaklega þegar klukkan var bara eitthvað 5 eða 5:30. Síðan fórum við bara heim og notuðum nýkeypta mini-barinn-minn-á-hjólum og löbbuðum niðrí bæ og fengum okkur að éta, sem var rándýrt. En gott.
Einhversstaðar þarna inná milli henti ég shake á framrúðuna á bílnum hans gunna, og það leit út eins og einhver maður með súkkulaði sem blóð hafi klesst á bílinn.
En um leið og mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug, þá skal ég geyma að blogga það þangað til ég gleymi því og blogga annað svona leiðindisblogg af því að þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að blogga, ég lofa!
P.S. Coupling 4 sería er byrjuð á stöð tvö (lélegt að það sé á stöð tvö, var alltaf á eitt) á föstudagskvöldum kl circa 10 mín í 10
<< Home