mánudagur, mars 15, 2004

Ok ég skil ekki, maður kaupir sér bjórflösku á djammstað, eða nei jafnvel betra maður kaupir sér bacardi breezer eða vodka ice sem kostar 800 kall á barnum ef ég man rétt. Er maður ekki að kaupa flöskuna líka eða?, er maður bara að fá hana lánaða?, þetta er svona rándýrt, og síðan fylgir flaskan ekki eini sinni.

Eða af hverju má maður annars ekki fara með þetta út af staðnum?, eins og t.d. sjallinn, ég er nú þegar búinn að borga mig inn, 1800 kall eða svo. Eyði 800 kalli í svona drykk og ég má ekki einu sinni fara með hann út, hvað er málið?