mánudagur, ágúst 04, 2003

"Ekki get é sagt að verzló hafi verið að standa undir væntingum."
-- Inga Dagný Ingadóttir



Þetta voru WELL spoken words hjá henni Ingu, þetta var mjög crappy verzlunarmannahelgi, og ég var eiginlega ekkert fullur alla helgina samanlagt, það sem var mest skemmtilegt við þetta var...hmm....öhh...ég man ekki hvað ef það var þá eitthvað skemmtilegt. Jú það bætti náttúrulega strax upp að vera með skemmtilegu fólki. En annars var þetta ein lélegasta verzló sem ég hef upplifað. Ég verð bara að bæta þetta upp með venjulega "good old fashion" fylleríi seinna, þegar ég hef efn á.

Ég hitti Ásgeir ekkert um helgina sem var eiginlega bömmer þar sem ég hef eiginlega ekkert séð hann í sumrar, en ég vona bara að þegar skólinn byrji þá hittumst við meira, því ég var að frétta að bráðum væri hann að fara út...og eftir það færi hann aftur út. (Lengra út heldur en útúr húsinu, þótt hann þurfi að fara útúr húsinu til að komast þangað).

Ef ykkur langar til að heyra fallegu röddina mín farið þá hingað og scrollið langt niður, ég heiti wolverine þarna eins og allt annars staðar, og eins og in real life

Allavega þangað til næst..

Later Dudes,