Ég var að koma af Kill Bill í bíó, og ég verð að segja að þetta er ein versta Tarantinos, alger steypa, og venjulega fíla ég steypu...WARNING SPOILERS*
*Varúð getur skemmt fyrir ef þú hefur ekki séð myndina!
Gallar
Ég hata myndir með gervilegum bardagaatriðum eins og eru í Crouching Tiger hidden dragon, svona þegar fólk flýgur, og þessi mynd er troðfull af þannig.
Blóðið að spýtast er fáránlega hrikalega asnalega gervilegt!, minnir mig á splatter myndir eins og Bad Taste og Evil Dead (sem voru samt báðar geðveikt góðar)
Helv. asnalega Anime atriðið þarna í miðri mynd var bara fáránlega asnalegt!, og blóð-gosbrunnurinn sem kom úr barnaperranum þar var bara fáránlegur.
Hver í andsk má fara með fokking samurai sverð í flugvél?, og geyma það við hliðina á sætinu sínu?!?!?, Uma Thurman that's who!!
Músíkin var svo ógeðsleg að ég fékk niðurgang!, hverjum í andsk datt í hug að nota Pan-Pipe músík?
Alltof langdregin, t.d. þegar hún grætur á sjúkrahúsinu, þegar hún er að segja tánni að wiggle, o.fl.
Byrjunaratriðið var fáránlega langt og asnalegt (þegar crew og cast textinn er í gangi)
Lucy Liu!!
Ég þoli ekki að sjá eina konu drepa 50-60 karlmenn sem hópast í kringum hana, alveg sama hversu góður bardagamaður hún er, þá er þetta bara EKKI HÆGT!, af því að sjáðu til, in real life...men don't wait their turn to try and kill her, heldur myndu þeir allir bara hópast á hana.
Þegar sjúka asíska skólabúnings stelpan drepur gaurinn sem vill ríða henni, stingur hún hann...og þegar hún tekur hnífinn út, þá flæða út sona...ja 20 lítrar af blóði...það mætti halda að hann hafi ekki verið neitt nema vatnsblaðra með blóði í
Kostir
Lucy Liu dó
<< Home