Hvað er með reykvíkinga og pylsur?
Þeir tala um þær eins og þetta sé eitthvað danskt slátur, Puulsa, "gemmér eina puuuulsu með túmatsósu."
fyrir utan það að þeir missa saur við að fá kokteilsósu á pylsuna sína hérna á Akureyri, eins og það bítti einhverju helvítis máli.
Sko kokteilsósa er búin til úr nokkrum hlutum, og stærstu hlutarnir eru mayonnaise og tómatsósa, sumir setja reyndar líka smá sinnep og kannski smá krydd, en ég geri það oftast ekki.
Allavega 3 partar af kokteilsósunni eru nú þegar á pylsunni manns ef maður pantar sér pylsu með öllu í reykjavík, það er að segja sinnep, tómatsósa og mayonnaise (sem er meiri parturinn af remolaðinu), en samt eru reykvíkingar alltaf með geðveik læti og óþarfa usla þegar þeir fá þetta supplement á pylsuna sína.
Fyrir utan þá skemmtilegu staðreynd að ef ég færi til sauðárkróksstaðarhreppskrummaskuðs og myndi biðja um pylsu með öllu og fá ananasbita, þá var ég bara óheppinn að biðja um pylsu með öllu þar sem ég hef ekki hugmynd um hefðir.
Af hverju ætti starfsfólk hér að aðlaga sig að reykvískum hefðum, núna þurfa þær að spyrja "viltu líka kokteilsósu?" jafnvel þótt beðið sé um pylsu með ÖLLU. Ljóta bullið sko, reykvíkingar og sitt, og síðan þegar þeir eru að rakka niður hvernig við Norðlendingar tölum. Við tölum bara skýrt á meðan þeir tala klesst, og núna eru þeir að reyna að telja manni trú um að þeirra hreimur sé réttari. Ljóta bullið.
Mér skilst meira að segja að útvarpsstöðvar sækist eftir norðlensku fólki til að tala í útvarpi af því að þau einfaldlega tala skýrar.
Þetta á samt alls ekki við um alla reykvíkinga, flestir sem ég þekki fíflast í mér (útaf hreimnum) til að reyna pirra mig. Ég hef aldrei byrjað að tuða svona í öðrum frekar en ég hef byrjað slagsmál en ég myndi vissulega verja mig gegn árásum.
<< Home