laugardagur, október 04, 2003

núna man ég ekkert hvað ég var að fara að skrifa...af því að áður en ég byrjaði sá ég einhvern "Help Improve Blogger by Taking a 15 Minute Survey." takka sem ég smellti á og ég var aðeins lengur en 15 mín af því að ég faldi browserinn og fór að gera eitthvað annað...mmm...það er æðislegt lykt hérna....það er verið að baka skúffuköku...jebbs pabbi minn á afmæli.

En mig minnir að ég hafi ætlað að tala um seinasta fimmtudagskveld...jújú...djammað var þá gert. og það var alveg ágætt sko, alger snilld sko...en ég varð aðeins of fullur, var fyrst heima með ingu og grím og við horfðum á futurama og spjölluðum við einhvern gaur á netinu, alger snilld...síðan man ég ekki eftir miklu í partýinu, ég hitti Ásgeir, finn, salvar og fleriri sem ég man eiginlega ekki hvað heita...en síðan drakk ég meira...fór út í snjóinn og lét eins og hálfviti...dansaði aðeins...

ég faðmaði einhvern...kannski salvar...af því að hann fílar futurama eins og ég...en síðan fórum við heim og ég sofnaði...man alls ekki nóg...ég man að ég sat í einhverjum stól í pínu stund...og ég setti frakkann á herðatréið...og einhver api beit hausinn af einhverjum.

allavega leiter dudes

sunnudagur, september 28, 2003

Vá, ég hef ekki bloggað í geðveikt langan tíma, verð að fara að gera eitthvað spennandi til að segja frá, ég hef nebbla ekki verið að gera neitt undanfarnar vikur, jú ég drakk í fyrradag en gerði ekkert samt nema að horfa á futurama.