föstudagur, júlí 04, 2003

Jahá, þetta er nú búinn að vera sveimér spennandi dagur, ég svaf geðveikt mikið, ég virðist vera endalaust þreyttur eftir að ég kom úr þessari svíþjóðarferð, veit ekki hvað veldur því, en allavega, ég, Finnur, Emmi, Grímur, Helgi & Inga fórum á kaffihús og spjölluðum um nútímasamfélag og hverju mætti breyta í því, ég mælti með því að það væri sona eins og tannlæknarútan sem fer í skóla og sollis, þá mætti vera sona hjarta og heilaskurðs-rúta sem sker upp á miðbæjar-rúntinum.

Við fórum í Hekkí (er það hekkí eða hakkí?...er þetta bara eins og Títanik og Tætenik) á torginu og ég stóð mig bara ágætlega, síðan varð öllum kalt og allir vildu fara heim til mín...eða nei...það var það sem ég vildi, og það virkaði ekkert að reyna að nudda til að hlýja fólki. Þannig að ég fór heim, og 'sadly' enginn með mér, en...það kemur alltaf kvöld eftir þetta.

nenni ekki meiru í bili...ætla að horfa á futurama

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Ja svei, ég held að ég sé með óðagot bara, ég vaknaði í morgun, nei ég meina hvað sem maður kallar tímann sem kemur eftir hádegi...ég vaknaði kl 2, og ég fór og keypti mér Net-Cameru sem virkaði ekki, ég elska þegar ekkert virkar! Ég fer að skila henni á morgun býst ég við, er dáltið fúll yfir því, hata sona vesen, en ég fór í ríkið og keypti mér áfengi og drakk meiri partinn af því, ég er dáltið sáttur með það. og síðan hengdi ég líka upp sona sniðugan upptakara á vegginn, þannig að ef ég þarf að opna áfengisflösku (sem kemur mjög sjaldan fyrir) þá þarf ég ekkert að færa mig, heldur bara að teygja handlegginn aðeins, letin í hámarki!

"Mér er farið" að hlakka geðveikt til næstu helgar, það verður feiknardjamm þá vonandi, allt annað heldur en var í svíþjóð, allavega er ég tilbúinn með lítersflösku af tequila og meira að segja sona "Bar-Helli-Dæmi" þannig að það sullist ekki NEITT!, alveg sama þótt maður sé búinn með 10 tequila skot. Alger snilld!

Ég er að hlusta á July Morning með Uriah Heep, hef aldrei hlustað á þetta, einhver gaur mælti bara með þessu og ég náði í þetta, en fyrst að Emmi fílar þetta í tætlur ákvað ég að hlusta á þetta, og þetta er bara mesta snilld alveg hreint, með Bassann í botni (Bass Vibration Headphone, "Storm Your Brain"). Þetta minnir mig dáltið á söngvarann sem syngur Gethsemane úr Jesus Christ Superstar, annað snilldarlag sem ég vissi ekki um, fyrr en hann Helgi sagði mér frá því, annars er ég með mjög kinky tónlistarsmekk ég hlusta á nærrum allt.
Ég var t.d. að ná mér í heilu og hálfu diskana með sona didgeridoo spilerí. Alger snilld.

Ég er orðinn ansi hífaður á sáttur með lífið...en alltíeinu fattaði ég að það er bara miðvikudagur og bráðum kemur mamma að slökkva ljósið og segja mér að fara að sofa.

Mér finnst vanta fleiri Bari eða sona Pöbba sem eru opnir til kannski sona 2 eða 3 alla daga bara til að setjast niður slappa af fá sér bjór eða svo, ég meina hvað ætlast fólk til að maður geri í fríinu sínu?, eitthvað annað en að drekka?!?, fara í ferðalög...piff, til svíþjóðar kannski sem er btw San Fransisco Evrópu eintómir hommar sem halda að þeir séu góðir í leikist, síðan er ekki einu sinni hægt að skemmta sér almennilega þarna. T.d. fór ég út með sona Mariuhana bol, sem var keyptur í "hvað sem hún heitir búðin" í Glerártorgi, Sem er með svona Heineken merki framaná nema hvað það stendur Mariuhana í staðinn fyrir Heineken, allavega, mér var sagt þegar ég var að labba í bolnum í miðbænum, að þetta væri bara stranglega bannað.

Og annað...Mig dreymdi steypu í nótt.

Mig dreymdi að Gremlins púkar væru að ráðast á alla, og 'for some reason' réð enginn við þessa púka sem eru minni heldur en kettlingar og geta valdið álíka skaða, en ég meina draumar eru draumar, stórskrítnir. Og síðan dreymdi mig líka Terminator 3, eða þ.e.a.s. mína útgáfu af henni, kannski af því að ég horfði á Arnold Schwarzenegger í Tonight Show (Jay Leno) í gær að tala um T3, en mín útgáfa var asnalegri, mín var með hundum sem voru ósýnilegir, nema tennurnar sáust og þeir átu einhvern kall með skegg, er ekki viss hvort það var ég, vorum allavega með álíka skegg.

Ég veit ekki hvað ég á að bulla meira, skrifa kannski meira á eftir ætla í sturtu og máta nokkrar skyrtur sem ég keypti í Hagkaup á tilboðsverði..Já ég verzla fötin mín í Hagkaup, mér finnst tískan sem er í öðrum búðum vanalega fáránleg, ég geng t.d. ekki í gallabuxum, ég geng í sona "sparibuxum" (innan gæsalappa), þ.e.a.s. buxur með broti framaná, whatever bíttar ekki, ég fíla ekki tískuna sem er í gangi.

En ég er að pæla í að hlusta bara á Fear And Loathing Soundtrackinn á meðan ég les Fear And Loathing In Las Vegas bókina sem ég keypti útí svíþjóð (takk María).

þar til síðar

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ahh, fyrsta postið mitt.

Ég var að koma úr Vinabæjamóti sem átti sér stað í Svíþjóð. Ég kom í gær með Grænlandsflugi en mér finnst samt eins og ég hafi komið í dag...kannski af því að ég svaf frá því að ég kom í gær og alveg þangað til....núna.

Það var massa snilld í Svíþjóð, flugið út var alveg fínt og gott sko, varð ekkert flugveikur né neitt, aldrei þessu vant. Það voru 4 hópar þarna úti, og fjórir liðstjórar, einn í hverjum hóp,

Músík og Dans - Hallur (það er ég, VÍÍÍ)
Íþróttir - María
Matargerð - Emmi
Skartgripa og Búningagerð? - Helgi

Þemað var "Víkingar"

Ég sona bjóst við að músíkhópurinn yrði eins og seinasta ár...syngja og skemmta sér, en neinei, það var aðallega hommalegir og viðbjóðslega asnalegir dansar, sem ég býst engann veginn við að einhver víkingur hafi þorað dansa, nema hann vilji laða að sér aðra "ARGA" víkinga, víkingar voru mest í að drekka mjöður, drepa fólk, nauðga konum, og ræna þorp, en fyrir utan það var leiklist og ég var meira að segja vinsæll þarna, tveir flokkar í Músík og Dans (Leiklistar) hópnum þarna vildu mig, hommalegir vibbar sem sömdu gay og ófrumlegar sona "Skissur" (sketches), og síðan sona Street Theatre álíka hommalegir og skrítnir gaurar sem sömdu asnalegt drasl, og ég var víst pantaður í það, það góða við það var að þetta átti að vera spuni, þannig að allt það fyndna sem gerðist í þessu Spuna-Street Theatre- Atriði var mér að þakka, og ég var t.d. sá eini sem lék eitthvað af ráði þarna og gerði það vel að mínu mati, hinn gaurinn kunni ekki einu sinni að spinna, hefði ég ekki sagt allt eins og var búið að æfa og ákveða þá hefði hann bara beðið, alls ekki tilbúinn að spinna í kringum etta. Enda var þessu gaur virkilega samkynhneigður!, og eftir leiksýninguna fékk ég óskarsverðlaun (Víkíngabát úr tré) og Einn sænsku gauranna sem var shéffinn þarna í Tónlistarhópnum sagði "You are very good...actor, you should go to acting school" eða eitthvað álíka crap, ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér þannig að ég bara sagði Takk oft og mörgum sinnum. Síðan kynntist ég skemmtilegu fólki þarna. Mest af öllum kynntist ég Finn og Grím, og þessir tveir náungar eru argasta snilld, algerir snillingar, ég fór að djamma eitt kveldið með Finn, Ingu, Emma, Helga og Maríu og komst þá að því að allt djammdót lokar kl 2 í svíþjóð sem er náttla bara ekkert nema vibbi! Ég hefði aldrei trúað því að Ísland væri betra en Svíþjóð í svona málum, ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira í bili þar sem ég er að fara á kaffihús með Ingu, ég bara rifja meira upp úr ferðinni á eftir eða á morgun.