laugardagur, júlí 12, 2003

Ég ætlaði að fara að djamma í gær, en einhvern veginn mistókst það og endaði bara með því að vera...Hressandi Pöbbarölt..

Þetta er svona..."Nei ég þarf ekki áfengi ég er hress" kannist þið ekki við þetta, sona fólk sem segir að maður þurfi ekki áfengi til að skemmta sér, heldur bara að vera hress. Í gær var ég þannig hress, senst ég var ekkert hress at all, mig langaði að detta í það en tókst það ekki.

En það var geðveikt mikil froða niðrí bæ, geðveik snilld, einhver gaur kaffærði kærustunni í þessu, henni fannst það ekkert svo leiðinlegt.

En í gær hittum við gaur sem var of svalur til þess að bjóða okkur gott kvöld, þ.e.a.s. mér Emma og Ingu, ég sagði Góða Kvöldið og hann sagði "Já" en ekki venjulegt já...heldur sona "Puff, eins og ég fari að eyða orku í að tala við ykkur, yeah right" já, síðan varð hann fúll og sagði mér...held ég...að ríða ræsisrottu, þá sprakk ég bara úr hlátri, hann var helv. sorglegur.

Síðan kom annar viðbjóðslega perralegur gaur og sagði að hann hafi dreymt Ingu í gærnótt, mér fannst það helv. subbulegt

Sko, þar sem þetta var allt svo þunglyndislegt og sorglegt sem ég sagði í gær þá skal ég setja eitthvað spennandi upp núna
Arnold Calls '?Gator Lodge?'
Arnold Calls '?Cotton Blahblah?'
Arnold Calls Something Else
Arnold Calls Hooters
(ég er ekkert að heyra hvað staðirnir heita nema Hooters)

seinast en ekki síst

Arnolds Pizza Shop

föstudagur, júlí 11, 2003

Ég vill bara taka það fram að ég er ekki að fara að skjóta mig í hausinn, en allt hitt er satt.

Hefur þú einhvern tíman verið að þvo þér um hendurnar á baðherberginu, farið að hlæja að einhverju skondnu sem þú varst að hugsa um, síðan litið upp og séð hversu viðbjóðslega ljót(ur) og ógeðsleg(ur) þú ert. Feit(ur), Asnaleg(ur), með asnalegt nef og asnalegt allt!!, og síðan ekki alveg fattað af hverju fólki líkar við þig yfirleitt. Af því að þú veist að heilvita fólk myndi skammast sín fyrir þig, síðan pæliru líka í því að það er orðinn alltof langur tími síðan þú "naust ásta" ef svo má að orðum komast, hvað þá bara kúra hjá loðnum kvenmanni, og síðan hætt að hlæja bara, fengið svona alverlegan svip og ætlað að fara og skjóta ykkur í hausinn???

Nei??...

ekki ég heldur....ahem

Vá, í gær...þið munið þarna um hádegi þegar ég var búinn að vinna.

Well....ég sofnaði strax eftir það, vaknaði fyrir kvöldmat og borðaði reyndar ekki mikið, þótt að það væri steik, ég meina hversu mikið getur maður borðað Þegar maður er nývaknaður, allavega get ég ekki borðað mikið.

En allavega síðan lagði ég mig aftur, var vakinn til að sýna litla frænda mínum Micro Machines dótið mitt gamla, fór aftur að sofa...og vaknaði kl 11 í morgun....senst...ég er búinn að sofa hvað?...sona 18 - 22 tíma...kann ekki að reikna. Er ekki viss um að það sé gott fyrir líkama eða sál, þess vegna fékk ég mér kaffi um leið og ég loksins drattaðist framúr rúminu, og ætla að hafa fullt schedule af dóti til að gera í dag.

Later Dudes

fimmtudagur, júlí 10, 2003

HAHA!, ég er kominn í helgarfrí...þetta er skemmtilegasti parturinn af vinnunni minni..
Fimmtudagshádegi, þegar ég er kominn í helgarfrí, og síðan eru jú PayDay'arnir ágætir líka.

Ég ætla að leggja mig í bili, skrifa meira á eftir...úthvíldur ;D

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Hvort er betra að setjast á kalda klósettsetu eða heita klósettsetu?

Plúsinn við kalda er að þá veit maður að klósettsetan er sona nokkurn veginn "fersk", hefur ekki verið notuð í dáltinn tíma, og þá líður manni betur þegar maður er sona "Vonerable".

Plúsinn við heita þá fær maður ekki gæsahúð þegar maður sest. En hver vill setjast á HEITT klósettið eftir að "Boli Frændi" (sem er virkilega feitur og alltaf með matarleifar á fötunum sínum) er nýbúinn á því, og síðan segir hann við mann þegar maður mætir honum á leiðinni inná salernið "Ég hélt því heitu fyrir þig".

Hmm, það var ekki gaman hjá mér í vinnunni í dag...eða...hversu oft segir maður "Djöfullinn var gaman í vinnunni í dag"...ég held aldrei....

En það sem bætti allt var að ég tók iPodinn með mér í vinnuna, sem var bara massa snilld sko, ég var farinn að dansa með Move Your Feet á tímabili. Það er geðveik snilld að hlusta á músík með headphonum þegar maður er að labba úti, af því að hægt og rólega (allavega geri ég það) fer maður að dansa, eða allavega hreyfa sig einhvern veginn í takt við músíkina, og fólkið sem er að fylgjast með en fær ekki að heyra neina músík finnst það kannski skrítið að maður labbi eins og fjölfatlaður maður í sykurlosti. I like it, it's delicious.
En síðan virkar ekkert að hlusta á sorglegar kvikmyndaþemur í vinnunni minni, af því þá fer ég bara að fara hægar og horfa í kringum mig og reyna að finna eitthvað sem ég get tengt við músíkina sem ég er að hlusta á.

Á ég að segja ykkur hvað er perralegasta orð ever?

SSssshhhhhh

Í réttu samhengi þá er þetta það perralegasta ever...hérna ímyndið ykkur að vakna við að heyra þetta:

"USSSSss...þetta er alltílagi, þetta er bara Hallur, farður aftur að sofa, þetta verður bara litla leyndarmálið okkar" og síðan bætir hann kannski við
"Ef þú verður þæg(ur) færðu að velja úr dótaskúffunni" alveg eins og hjá tannlækninum

Ég prufaði að vekja Finn svona í Svíþjóðarferðalaginu, hann sagði að það væri mjög sona "frískandi og gott"....ég meina þarna vaknar maður um leið...þarna vill maður EKKI snooze'a!

en...nei...þetta var subbulegt, ég þori að veðja að það séu sumir sem lesa þetta sem bara hugsa...
"vá...aldrei hefði mér dottið í hug að hallur væri sona ógeðfelldur" ....en jújú...sona er ég

Late Dudes

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Ja svei svei, annað sem ég var búinn að gleyma sem átti sér stað á laugardagsvkeldinu. Ég fékk víst sopa af bjórnum hennar Selmu Euro eftir að mitt glas dó.

En ég hef eiginlega ekkert mikið að segja.

Ég er ótrúlega þreyttur, ég byrjaði að vinna aftur í dag, ulla, fyrir þá sem vita ekki hvar ég vinn, þá er ég ruzlakall, sem er mjög spennandi starf sko! Ég vakna kl 5 fyrir vinnuna mína fæ mér að éta og tek mig til, og síðan er náð í mig og ég byrja að vinna 5:50 sem er mjög gaman!

En núna er þreytan að ná yfirhöndinni þannig að ég leggst bara uppí rúm og sofna við Futurama, ahh....eina leiðin til að....öh...."sofna"?

Later dudes,

sunnudagur, júlí 06, 2003

Aukaviðbót, ég er með strengi útum allan líkama!, á stöðum sem ég vissi ekki einu sinni að væru nothæfir vöðvar á! hvað þá að ÉG hafi einhverntíman notað þá. Og líka vinstri úlnliðurinn minn er handónýtur, ætli ég hafi ekki "at some point" í gær dottið og eitthvað sollis?

Ég elska þannig...maður kemur heim af fillerí og finnur ekki fyrir neinu, daginn eftir er maður með bólginn ökkla, glerbrot í einni tánni, og teiknibólu fasta í enninu og maður veit EKKERT hvernig þetta allt skeði

Hérna eru 3 myndir sem ég tók af Helga og Emma áður en við fórum út.

Og munið eftir að lesa Gonzo fréttamennskuna hérna fyrir neðan, ef þið hafið ekki nú þegar lesið hana þ.e.a.s.


Nei, heyrðu nú mig. Hérna kemur " some pure Gonzo journalism"



Í gærmorgun þegar ég vaknaði þá var ég frekar slappur. Ég var með flensu eða eitthvað álíka, kvef og virkilegur hausverkur, þannig að ég lá bara uppí rúmi og át magnýl og vonaði að mér batnaði. Samt var ég ekki með neinn hita, merkilegt að ég fæ aldrei hita þegar ég veikist. En allavega, útaf þessum óviðráðanlegu veikindum breittist viðhorf mitt til djammsins sem átti að taka sér stað þetta kvöld. Mig langaði helst ekkert út, bara að liggja uppí rúmi og vola og vorkenna sjálfum mér. En þegar ég sagði Ingu og Emma þessar sorgarfréttir að ég myndi kannski bara liggja heima og gera ekki neitt í staðinn fyrir að djamma feitt með þeim og fleirum þá setti Emmi upp þennan sorgarsvip, sem enginn getur staðist. Reyndar vorum við að spjalla á MSN þannig að sorgarsvipurinn var ekkert meira en :( en samt!

Þannig að ég steypti í mig nokkrum Tequila skotum og fékk mér nokkra Hot N' Sweet sopa og sagði. "Ahh...essi veikindi....ekkert sem að tequila getur ekki skolað burtu". Fékk mér Vodka og Kók með matnum. Síðan þegar var liðið á kvöldið, klukkan var sona 9 eða svo þá var ég orðinn sæmilegur, en málið er...að vera veikur og að drekka, þú verður "another kind of" fullur. Allt önnur reynsla, mér fannst ég vera bara miklu meira dasaður en venjulega og gat varla komið útúr mér orðum. Þá var ákveðið að hittast heima hjá mér við fjögur Helgi, Emmi, Inga og ég.

Inga kom snemma og hjálpaði mér að taka til ...sona mestu kúkabrækurnar og sollis áður en Emmi og Helgi kæmu. Ekki löngu eftir að Emmi og Helgi voru komnir þá voru Leaves tónleikarnir afskrifaðir af dagskránni. Og litlu eftir það hringdi María og spurði af hverju við vorum ekki í partýinu hjá Aua. Ég man ekki hver skýringin var, en ég held að það hafi verið að við höfum gleymt því allavega var ég búinn að steingleyma að það var partur af upprunalegu dagskránni. Við horfðum aðeins á DVD, drukkum slatta af Tequila, Hot N' Sweet og Bjór og síðan kom skemmtilegi parturinn...Við fórum útí bæ..

Sko, á þessum tímapunkti, þegar við erum að labba niðrí bæ, er ég orðinn blindfullur. Og gleymdi ég að minnast á það að í miðju sötri back at my place var ég farinn að finna fyrir hausverk aftur þannig að ég tók tvær magnýl, Án þess að hafa hugmynd um hvað magnýl og áfengi gera saman. Allavega enginn hausverkur lengur.

Restina af sögunni man ég ekkert voðalega vel, kannski er það magnýlið sem gerir það er ekki viss, eða það að ég var alveg örugglega búinn með 8-10 tequila skot áður en ég fór. En allavega fyrir framan Videoland hitti ég Helga Þór og mig minnir að ég hafi hrætt úr honum líftóruna með bulli. En hann fór á endanum bara að hlæja og útskýrði fyrir vinum sínum "hehe, hann er bara fullur". Við vorum komin á Kaffi Amor, veit ekki hvernig ég komst upp á aðra hæð án þess að muna eftir því, en svona er lífið. þar hittum við...ef ég man rétt Magga, Jón Inga, Sólveigu og Kristjönu...kannski Huldu?, ég man það ekki...algert blur...en kellingin sem var að spila tónlistina var virkilega spúkí allt átfittið hennar minnti mig á Flock Of Seagulls út af ástæðu sem ég man ekki.

Síðan var ferðinni heitið á Sjallann, ég man ekki eftir að hafa fengið miða frá Ingu né að hafa sýnt miðann minn, en áður en ég vissi af var ég kominn inn og allir hinir biðu eftir mér í tröppunum. Við fórum uppá aðra hæð, eftir það man ég ekki mikið, hey jú bíddu, við vorum að dansa, veit ekki hvort ég kalli alla kippina og spastísku hreyfingarnar mínar "dans" en, eitthvað verður það að heita. Og eftir dáltinn "dans" var fólk orðið þyrst, þannig að við fórum að barnum og Inga keypti eitthvað handa mér sem ég man ekki hvað var...tvöfaldur eitthvað í eitthvað glært. Selma Eurovision stóð þarna fyrir aftan okkur og ég sneri mér við og fór að tala við hana um...veit ekki hvað alveg örugglega eitthvað bull af því að mig minnir að hún hafi sett upp sona "ég er drulluhrædd en brosi samt svo að fólkið gruni ekkert" bros. Helgi rak sig í drykkinn minn og hann sullaðist niður, Inga var reið við mig og ég reyndi að útskýra, hún skildi og fyrirgaf, allt í góðu glensi.

Fórum á neðri barinn, þar sá ég Hauk *hálfvita* sem átti Nýjabíó og Frostrásina einu sinni...man ekkert hvað hann heitir...var það kannski eitthvað Haukson..bíttar ekki, ég bað um sopa af drykknum hans og hann neitaði. Mér fannst það illa gert, en jæja. Bróðir hans Gæ(j)a sagði mér að raka skeggið og hafa bara pínu skugga og sagði mér allskyns nytsamlega hluti og ég var sáttur með það...vinkona hans var þarna og ég teygði mig í hana...er ekki viss til hvers...ég held bara til að heilsa henni, en hún flúði hrædd.

Emmi var sofnaður í einum sófanum þarna eftir að hafa bíttað á líkamsvessum svo all-geysilega. það hafði greinilega þreytt hann, ég vakti Emma ef ég man rétt og við fórum út.

Við löbbuðum inní nætursöluna og fólk fékk sér hamborgara og ég beit í þá, þar hitti ég marga sem ég þekkti en man ekkert hverja, það var um það augnablik þegar ég byrjaði að tala með skoskum hreim og þóttist vera jesú, Ég var jú í kufli, andsk, gleymdi að segja frá því, við vorum öll í kufli sem við höfðum fengið í svíþjóðarferðinni. En jú einhvern veginn fannst mér Jesú(s) alltaf vera svo skoskur, þannig að við vorum fyrir utan nætursöluna í dáltinn tíma, og ég fékk nægan tíma til að hræða fólk, sagði hluti eins og "Believe in me, and you will be saved" eða "Jesus forgives all your sins" og sona crap. Sumir tóku vel í þetta og reyndu meira að segja skoskan hreim sjálfir, en aðrir voru bara fúlir og nenntu ekki að standa í þessu. Alltof fullorðnir fyrir fíflagang greinilega. Það var þarna sem við hittum Maríu, rétt áður en maður fór að sofa, ekki nógu gott af því að hún átti að vera með okkur frá...ja sona nokkurn veginn byrjunareitnum. En við spjölluðum við hana og löbbuðum síðan út...hvað sem hún heitir gatan sem Videoland er við og á leiðinni var ég að þykjast vera Jesú. Ein gömul kona sagði við mig "Þetta er ógeðslegt, þú leggur nafn guðs við hégóma, þú ættir að skammast þín". Og ég reyndi að hlæja ekki en án árangurs, en hláturinn endaði bara í hóstakasti út af kvefinu. Síðan löbbuðum við í áttina heim, þegar við vorum komin að sjallanum labbaði Helgi heim, eða var það áður ég man það ekki. Við löbbuðum aðeins lengra og þá koma Hulda hlaupandi, og ef ég man rétt, þá lyftum við henni upp...og/eða héldum á henni...ég og emmi þ.e.a.s., ég man ekki alveg...og rétt eftir þetta fóru inga og emmi heim og ég heim...fékk mér upphitaðan hamborgara og fórr svo að sofa.

Ég sleppti kannski sumu þarna inná milli...er ekki viss.

Látið mig vita ef þið vitið um eitthvað sem ég skrifaði ekki hérna.

HINIR ERU ferðnir hja freð nir hjá mer kanski9 ekik9 skilja miglja mig enn þa' er slolo það wsdr zkioloið'