mánudagur, júní 28, 2004

Vá það er langt síðan ég bloggaði seinast, en ég var að koma úr Ålesund's ferðinni, NOVU 2004 vinabæjamótinu, ég ætla að segja ykkur aðeins frá því, eða eitthvað álíka.

Okkur var skipt niður í 3 hópa Fjallganga, Arkítektúr og Drama/Ný-Circus

Ég og systir mín vorum í Arkítektúr, sem var alveg örugglega auðveldasti hópurinn, en samt sá leiðinlegasti, en hey, við klifum eitthvað smá fjall samt!

Á setningunni fengum við grillað svínakjöt, og grillaðan kjúkling með allavega góðu meðlæti, en það var bara til að gabba okkur, það var bara til að láta okkur halda að við myndum fá svona góðan mat það sem eftir væri ferðarinnar, ekki var það svo, næsta dag fengum við eitthvað pylsuógeð með helling af brjóski. Daginn eftir það fengum við Flugvélamats-bollur, klipptar úr pokum á hvern disk, hitað í örbylgjunni án efa, bollurnar brögðuðust eins og eystnalippa. Síðan fengum við Flugvélamats-Lasagna, sem var klippt útúr örbylgjuhituðum poka líka, það var hreinn viðbjóður án efa kvöldið þar á eftir var afgangskvöld minnir mig, og við fengum líka kjötsúpu sem lyktaði eins og fjárhús. En á seinasta daginn, þegar maður bjóst við að það yrði mega góður matur...neeeei, seigt gúllas og saltfiskur í einhverri bleik-glærri leðju.

Fyrir utan það að morgunmaturinn var ALLTAF eins, eina áleggið var

Ostur, Gúrka, Tómatar, Mysuostur og Jarðaberjagrautur (átti held ég að vera jarðaberjasulta, en þetta var með heilum jarðaberjum í)

og brauðið var gamalt og crispy...

Ég hitti svolítið skuggalega svía sem reyndust síðan vera algerir kettlingar. Ég komst að því að frikki fílar GTA 3 og Vice City.

Gréta kom með skrítna speki nánast daglega, eins og t.d.

Strákar þvo sér aldrei um hendurnar eftir að þeir pissa (hún byggir þessa kenningu á einum strák sem hún þekkir sem þvær sér ekki)
Siggi Palli hefur aldrei verið hrifinn af stelpu (Hún bara veit það, svo einfalt er það, jafnvel þótt hún sé ekkert náinn vinkona siggapalla, hún sér þetta bara á honum)
Hún var farin að hætta að taka eftir hvort henni væri heitt eða kalt
Henni finnst dapurlegt að karlmenn vilji ekki berja kvenmenn

og fleira og fleira