laugardagur, ágúst 02, 2003


"Pure Gonzo Journalism"



Jæja, gærkvöld var aðfangadagskveld, og ég byrjaði að drekka vodkann og kókið um kvöldmatarleyti, með matnum sem var virkilega góður, man ekki hvernig hann var á bragðið samt. Ég var kominn í góðan gír, og þá kíkti Inga í heimsókn sem var ekkert nema gaman bara, ég sýndi henni allavega fyndið dót í tölvunni eins og Space Ghost, og við hlógum og fífluðums, og gáfum Grím grænt ljós á að koma í heimsókn líka, sem og hann gerði, síðan horfðum við öll á sjónvarp í pínu stund, þangað til að ég fékk Karaoke æði og byrjaði að syngja á fullu, það var ekkert annað en snilld, System Of A Down í botni!
Eftir það var þörf á að fara í sturtu, ég var orðinn kófsveittur af söngi og hamagangi. Þetta var hápunktur áfengisvímunnar þetta kveld. Stuttu eftir sturtuna hringdi Emmi og spurði hvort hann og nokkrir vinir hans gætu ekki komið í heimsókn sem ég auðvitað gaf grænt ljós á. Emmi, Helgi Finnur og Bjarni. Þegar þeir voru komnir voru foreldrar mínir svo góðir að þeir lánuðu okkur stofuna til að vera í, og við sátum þar og horfðum á Fear And Loathing In Las Vegas, sem er náttla ekkert annað en snilld.

Helling seinna var klukkan orðin það margt að við urðum eiginlega að drulla okkur niðrí bæ ef við ætluðum okkur að gera eitthvað þar áður en klukkan yrði 4. Þegar við vorum að smalast saman í hóp til að leggja af stað tókum við eftir því að það vantaði Emma, og gríðarleg leit hófst, til að reyna að finna Emma, en Emma var hvergi að finna. Þannig að við leggjum bara af stað og rétt í því hringir Emmi í okkur og segist vera á Cafè Amour. Ferð okkar er heitið þangað. Þegar við erum komnir þangað tek ég af honum munnstykkið, sem hann hafði fengið lánað, af því að án munnstykkisins er costume'ið mitt pointless, þ.e.a.s. ég var dulbúinn sem Hunter S. Thompson eða sem margir þekkja kannski sem Raoul Duke sem var virkilega vel leikinn af Johnny Depp í myndinni Fear And Loathing In las Vegas.

Ég man nú eitthvað lítið eftir þessu, ég dansaði pínu, ef kalla má spastísku hreyfingarnar mínar dans, en eftir dáltinn tíma var það orðið þreytt þannig að ég bara settist niður og chillaði. Síðan var ákveðið að fara út, um þetta leyti var farið að sigtast aðeins úr grúppunni. Við stoppuðum við einhvern sölubás niðríbæ til að skoða...eitthvað sem ég man ekki hvað var, og alltíeinu var Inga horfin, allir aðrir voru löngu horfnir, allir nema Emmi. Þannig að ég og Emmi lögðum af stað í leiðangur, í þeim leiðangri félst að skoða lífið í miðbænum sjálfum, kjarna akureyrar, þannig að við löbbuðum frá torginu alveg inn að Bautanum og þar niður framhjá Dótakassanum. Þar fóru skrítnar tilfinningar í gang, og ég spurði krakka sem við mættum hvort þeir vissu hvar ég gæti fengið eitt gramm af eiturlyfjum, og ég spurði á ensku, ég þóttist vera enskur, og Emmi líka. En þeir þóttust nú vita betur. Ég spurði "Do you know where i can get some weed?", og spurði með svona alveg hreint "flawless" amerískum hreim, og Emmi sagðist vera lögfræðingurinn minn. Dáltill Fear And Loathing fílingur í gangi sko ég er Hunter S. Thompson og Emmi er Oscar Zeta Acosta (sumir þekkja hann sem Dr. Gonzo). Þeir svöruðu bara með einhverju sona bulli "Ég veit alveg hver þú ert, ég hef séð þig taka videospólu, blablabla". Og einmitt þetta fékk mig til að hugsa, hver er þessi maður?, er þetta einhver sjúkur maður með Videospólu fetishma?, fylgist með einmanna sextugum körlum taka uppáhaldsmyndirnar sínar og runkar sér síðan í handklæði afabróður síns. Ja nú veit ég ekki, en ég vissi að það var kominn tími á að forða sér frá þessum furðuverum, sem skyldu ekkert né vissu hvað FÍFLAGANGUR er. Við löbbuðum áfram, áfram og áfram og vorum komnir að Hólabúðinni ef hún heitir það ennþá þ.e.a.s., og þá kemur Grímur hlaupandi, og ég spyr áhyggjufullur, alveg eins og Grímur bítti engu máli Hvar er Inga?, en það var alls ekki af því að grímur skipti engu máli, sem hann gerir! (Skiptir máli þ.e.a.s.), heldur var það vegna þess að Inga var með áfengið mitt, sem ég taldi dýrmætt á þeim tíma af því að ég var alls ekki orðinn fullur, heldur einmitt öfugt, var farið að renna af mér. Alls ekki nógu gott í miðbæ sem er troðfullur af FM viðbjóði. Grímur benti fyrir aftan sig á Ingu sem var að koma labbandi í rólegheitunum. Ég reif af henni flöskuna og fékk mér sopa, og tók síðan eftir að henni fylgdu flestir ef ekki allir sem voru í upprunalega hópnum. Þessi particular sopi fór ekkert svo vel niður, heldur byrjaði munnurinn minn að framleiða munnvatn á milljón, það var allt að benda til þess að ég væri að fara æla all-duglega, en sem betur fer gerði ég það ekki. Við löbbuðum aðeins um bæinn og skoðuðum lífið sem var frekar sorglegt miðað við það að HM Hnakkar/Hórur teljast ekki sem lifandi líf heldur dautt dautt. Eftir að labba um og vera pínu ómeðvitaður og skildi ekkert hvað var að ske, á þessum nokkru sek. sem ég var ekki með sjálfum mér var Inga búin að labba lengra, og spjalla við Lindu Björk, og komin til baka til að segja mér annaðhvort "Linda vill tala við þig" eða þá "Linda ætlar að segja þér brandara, eða eitthvað fyndið", ég man ekki hvort það var. En ég var hæstánægður með að Linda vildi tala við mig yfirleitt, af því að mér "líkar" við Lindu. Ég veit ekki hvað það er, ég held að það sé fíflagangurinn í henni og það líka að hún hlær mjög mikið, ég elska fólk sem fíflast og hlær. En allavega, þegar ég kom á staðinn tilbúinn til þess að gefa Lindu alla athygli mína. Þá fatta ég að það sem hún vill í rauninni er að losna við einhvern ömurlegan 30-40 gaur sem er að reyna hössla hana.

INNSKOT

Grímur, Inga og Díana voru að koma og ná í booze hjá mér, og buðu mér með,
fólki finnst ég greinilega skemmtilegur eða eitthvað og vill hafa mig í veislum.
En allavega ég neitaði, af því að "A Part of me wants to go but a part of me doesn't"
og parturinn sem vill ekki fara er miklu stærri, það er senst öll fitan í líkamanum.



En allavega áfram með gærkveld. Þessi ömurlegi gaur var að reyna að vera fyndinn þannig að ég bullaði einhverja helv. steypu í honum og Linda Björk spurði mig "Er ég ekki lesbía?" og ég svaraði "Ha, jú, og?...hvað með það"...sneri mér að hálfvitanum og sagði "er eitthvað að því að vera lesbía eða?" og hanni svaraði neitandi og bullaði bara meira og meira, á endanum vissi ég ekkert hvað var að ske lengur. En allavega, einhverju eftir þetta tók ég eftir hálfvita sem sat við hliðina á henni. Hálfvitinn heitir Óli, og hann vann með mér einu sinni, alger hálfviti, hann var blindfullur, og ég gerði óspart grín að honum. Rakkaði hann niður nokkurn veginn fyrir framan stelpu sem sat fyrir framan hann, aðallega af því að hann hræddi hana held ég. Síðan stóð hann upp og við fórum eitthvað að spjalla og einhvern veginn gaf hann í skyn að ég væri honum eitthvað óæðri...og ég tók aðeins á honum, og fann að hann er mesti eymingi. Engir vöðvar né neitt, og mig langaði svo að berja hann. En ég gerði það ekki af því að ég nennti ekki að standa í veseni, en ég hefði barið hann hefði hann ekki tekið til baka orð sín...hann sagði eittvað í þessa áttina "ég er sterkari en þú". En ég tók í hendina á honum (til að halda friðinn). Og yfirgaf síðan bara helv. hálfvitann með þessum seinustu orðum "við erum vinir"....pfft....vinir?!

Allavega rétt eftir löbbum við eitthvað í áttina að Nætursölunni og förum þar inn, við ætluðum að fá okkur að éta, en einhvern veginn fór það plan í hönk og algert bull, af því að það var löng biðröð og enginn nennti að bíða, og líka af því að ég sagði "Hey förum og kaupum okkur pizzu frekar" sem enginn nema ég gerði náttúrulega. En ég var sáttur, Finnur og Emmi fengur sér nú reyndar pizzu rétt á eftir mér. Eftir það fengum við okkur göngutúr uppí bæ af því að ég hafði sagt Ingu frá Dominos Pizzu sölu standi lengra uppí bæ beint á móti búð sem ég man ekki hvað heitir. En þegar við erum komin þangað er allt lokað, þannig að Inga ákveður að fara í Borgarsöluna og fá sér pylsu sem og hún gerir, og allt gengur vel...ÞANGAÐ TIL einhver HELV. FM HOMMI hrindir henni frá sér til að komast að afgreiðsluborðinu. En þar sem ég sá þetta ekki, get ég ekki farið að lemja hann, ég get ekki byrjað slagsmál nema ég hafi a damn good reason, eins og t.d. hefði ég séð hann hrinda henni. Þá hefði Adrenalinið flætt meira, en ég bara beið eftir að hann "Made His Move" sem og hann gerði aldrei. Hann spurði mig að einhverju samt, hvort það var um gleraugun eða outfittið almennt man ég ekki, en ég man að ég horfði reiðilegu dauðaaugnaráði á hann og kinkaði bara kolli, en starði samt á hann.

Allavega, við fórum frá þessum helv FM Homma stað, af því að svo virtist sem þeir væru að fjölga sér, það sem var sérstaklega slæmt var þegar einhver vinur hommans sem hrinti Ingu kom inn og sagði "Whaddup?" NEINEI!

FM hommar frá helvíti "God's Mercy On You Swine" -- Hunter S. Thompson

Allavega við erum komin út, og það virðist sem ég sé orðinn svangur aftur...hópurinn splittast aftur, einhverjir fara á Cafè Amour, en aðrir ekki...þ.e.a.s. Ég, Inga og Grímur...og á þessu augnabliki fatta ég að ég er ennþá svangur og LÍKA að ég hef ekki ennþá fengið að prufa Brókar-Trickið mitt (ég hafði sett brók í vasann áður en ég fór út það kvöld fyrir brandara sem ég ætlaði að leika [{hún var hrein!!}]) þannig að ég hleyp yfir torgið og á stað þar sem eru seldar GREIFA PIZZUR..NAMMI!

Ég fer að afgreiðsluborðinu og bið um eina sneið, hann svarar um leið "250 krónur", og einmitt þá tek ég upp brókina úr vasanum og læt sem ég sé hissa, eins og ég hafi ekki haft neina einustu hugmynd um hvaðan þessi brók væri, neinei, heldur átti að koma veski upp úr þessum vasa, ég hægt og rólega setti brókina aftur ofaní vasann og tek síðan upp fimmhundruðkall úr öðrum vasa, maðurinn í afgreiðslunni hins vegar var enginn maður, heldur unglingur og hefði alveg örugglega svarað svona hefði hann ekki barað hugsað það mjög hátt "Ha?, hva?...er þetta einhver fíflagangur?" *fliss*. En allavega ég gerði djókið þótt það hafi ekki virkað eins vel og ætlað var til að byrja með.

Eftir þetta tilkynnti Inga okkur það að hún þyrfti að míga, og við reyndum að komast inná Cafè Amour, en það virtist ekki virka, hurðin var læst...en samt ekki, kannski bara sterkur gaur hinum meginn sem hélt fast í hana og hagaði sér eins og krakki og sagði "Neii...enginn má komast inn, ég ræð". Djöfullinn, krakkinn hafði verið á undan, þannig að leitinni var haldið áfram, Við fórum að finna almenningsklósett, sem við fundum...no problem, vandamálið var hins vegar það að það var enginn klósettpappír, þannig að við fórum áfram og áfram útum allt, og fundum þennan fína stað þar sem ég og Inga höfðum einu sinni "stigið í bristilkirtilinn" *. Og þar lét hún allt gossa á meðan ég og Grímur stóðum vörð.
Eftir það var ferðinni heitið niðrí bæ aftur að finna liðið allt, en ekkert gekk. En við fengum að sjá þetta fallega show, einhver strákur þarna hrindir stelpu frá sér, eins og hann vilji ekkert með hana hafa og ég man ekki hvaða nafn ég ég skálda bara eitthvað...eins og brjálæðingur lætur stelpan sig bara detta á jörðina og öskrar "ÓÐINN...ÓÐINN...NEI" og stendur síðan upp og hleypur á eftir honum út um hálfan bæinn, alveg frá...hvað sem húsíð heitir hinum meginn við Kaffi Akureyri og alveg upp að Pyttnum. Allavega, eftir þetta...það er að segja ef þetta ske'i þarna ég man það ekki alveg.

Hringt var í emma, og hann var víst á Cafè Amour, sem við reyndum jú að komast inná, en greinilega var einhver klíkuskapur í gangi þarna, sérstöku fólki var aðeins hleypt inn, og við þorðum ekki að láta á það reyna hvort við kæmumst, þannig að eins og þrír kjúklingar biðum við bara fyrir utan Cafè Amour og gerðum ekki neitt, nema jú ég var endalaust að tala um að vilja fara bara heim af því að ég var orðinn alveg bláedrú, þannig að þetta var eiginlega ekkert gaman. En rétt eftir það kemur Emmi út af Cafè Amour, og við finnum hina líka, löbbum eitthvað útí rassgat og fólk fer að spjalla við annað fólk á meðan að ég; bláedrú stend útí kuldanum, ekki gaman...nema hvað einhver þarna kallar mig Wolverine, sem er EKKERT NEMA SNILLD...eða ske'i það þarna?, man það ekki heldur.

En á þessum tímapunkti er ég nokkurn veginn farinn að væla um að fara bara heim, þetta var langt frá því að vera gaman þar sem ég var ekkert fullur, loksins á endanum samþykkja allir það, og við löbbum heim. Þegar við erum komin heim...þ.e.a.s. þeir sem fóru heim, Emmi, Ég, Inga og Grímur...þá setjum við Futurama í gang og chillum...reyndar chillum við Emmi of mikið og bara sofnum um leið liggur við, og þá fara Inga og Grímur, og í þessu tilfelli passar ekki "Síðan vakna ég bara daginn eftir" heldur vaknaði ég oft um nóttina af því að sjáið til....ég var útí horni og Emmi við hliðina á mér í staðinn fyrir að nýta rúmið, ég held að ég hafi vakið hann 3 yfir nóttina og sagt honum "hey það er hellings pláss þarna", en...án árangur. Allavega honum hefur fundist svona gott að kúra hjá mér, who can blame him? og SÍÐAN man ég ekkert fyrr en daginn eftir, þegar við vöknuðum og ég setti Futurama í gang og við chilluðum aðeins áður en Emmi fór heim til sín, og síðan fór ég að pæla, "eins gott að ég verði aðeins meira fullur í kvöld og skemmti mér aðeins betur" þarf ekki að vera nema aðeins.

Ef þið munið eitthvað sem ég man ekki, sem ykkur finnst að eigi að vera hérna, endilega sendið mér póst hérna til hliðar, eða þá sendið mér sms. Síminn er 8683789

föstudagur, ágúst 01, 2003

One thing is certain though, there will be no partyin' without Fear And Loathing In Las Vegas.

Þetta er eins og jólin...það er kominn aðfangadagur og ég hef ekkert verslað neinar gjafir, né veit ég hverjum ég á að gefa hvað, og ég hef ekki hugmynd um hvað á eftir að ske í kvöld..

Versló, ekkert ákveðið, þetta verður greinilega klandur og vesen sem verður að takast á við in the harshest possible manner!, and i intend to!

Ég hef ekki hugmynd um hverjum ég mun djamma með í kveld, né hvar forleikurinn verður, heima hjá mér var hugmynd sem einhver fékk, mér finnst það fín hugmynd, en ég veit ekki hvernig foreldrum mínum myndi finnast sú hugmynd, nema ef við myndum bara halda okkur inní mínu herbergi, og það er varla líft þar inni ef fleiri eru en 1...hvað þá ef það er komið í 5 manneskjur...það er eins og að vera fastur í lyftu með 20 manns, alltof heitt. En ég huxa ekkert meira um það...heldur bíð ég bara og sé til hvað skeður, ég var að pæla í að plögga Microphone'inn minn og syngja, kannski pínu karaoke.

Jæja, nú þarf ég að takast á við raunveruleikann!, þ.e.a.s. Vodka og kók.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

We had two bags of grass, seventy - five pellets of mescaline, five sheets of high - powered blotter acid, a salt shaker half full of cocaine, and a whole galaxy of multi - colored uppers, downers, screamers, laughers and also a quart of tequila, a quart of rum, a case of Budweiser, a pint of raw ether and two dozen amyls.All this had been rounded up the night before, in a frenzy of high - speed driving all over Los Angeles County - from Topanga to Watts, we picked up everything we could get our hands on. Not that we needed all that for the trip, but once you get locked into a serious drug collection, the tendency is to push it as far as you can.



Fear And Loathing In Las Vegas

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Ja seisei, í gær fór ég aðeins í sekk með Grím og Ingu það var mjög hressandi og gaman. En það sem var meira hressandi og gaman var þegar Grímur fór á "rúntinn". Miðbæjar-rúntinn, fyrst setti hann sætið alveg aftur, sólgleraugun upp og alvöru FM músík...YEAH!
En seinna skiptið var skemmtilegra, þá setti sætið alveg fram, setti á Gufuna og hækkaði í botn, opnuði allar rúður, og lét eins og stressaðasti maður í heimi, það var meira að segja klappað fyrir honum. Alger snilld.

Ég man í þá gömlu góðu daga þegar ég lét eins og fífl In Puplic. Ég geri það ekki nógu mikið lengur, einu sinni var ég alltaf með vesen sérstaklega þegar ég fór með mömmu í verslanir, t.d. hef ég kysst nokkrar gínur, bara spes til að mamma fari hjá sér, ég lét mig einu sinni detta á gólfið í hagkaup og sagði upphátt "Mamma, af hverju hrintirðu mér" það var kannski aðeins of illt. En samt snilld, ég verð að gera meira af þessu.

Allvega ég komst að dálitlu, þegar ég drekk of mikið...þá fer þessi hluti af mér í dá. Sá hluti sem greinir rétt frá röngu og veit hvað hann er að gera fer bara að sofa, og undirmeðvitundin fer í sona "Survival" mode, berst við að meika allt sem er að ske í kringum sig, og bognar og brotnar stundum undir álaginu, eða þá virkar einfaldlega ekki, en oftast þá reddar Survival mode'ið manni heim, stundum fer maður úr buxunum í forstofunni í Survival módi sko, en það er bara af því að það er eitthvað sona skammhlaup í Survival Modeinu.

Ég ætla að reyna að drekka ekki það mikið næstu helgi að ég fari á Survival Mode, þá er ég ekkert skemmtilegur...af því að þá er ég ekki ég.

Jæja, minns er farinn að horfa á Futurama með einu auganu og lesa Fear And Loathing með hinu.

Later Dudes

sunnudagur, júlí 27, 2003

Hérna fyrir fólk sem heldur að makkinn sé bara drasl.

Skoðið þetta og sjáið hvað er efst þarna.

Ef þið vitið ekki hvað MacOS X 10.2 er skoðið þá þetta

Og annað fyrsta sæti fær....skoðið bara þetta og sjáið hvað er efst.

Ef þið vitið ekki hvað iPod er heldur, þá getið þið skoðað það hérna.

JÁ og hananú þið PC ræflar getið bara átt ykkur (nema þið gerið ykkur grein fyrir því að makkinn sé betri, en hafið bara ekki efn á honum....or something similiar)

Hmm, ég er orðinn svo latur með að skrifta, ekkert mikið til að tala um heldur, nema eftir fyllerís-reisur, en ekkert svoleiðis var gert þessa helgi!, ég er að spara mig fyrir næstu..

besides ég var búinn að klára kvótann fyrir Júlí.

Myndir af "hressu" föstudagskveldi (ég veit að það eru tvö 'L' í ávallt, en þá hefði þetta ekki passað í eina línu)

Er að lesa Fear And Loathing...ég ætla enda á quote'i úr henni.

Ég skrifa meira seinna, later dudes

"No. Calm down. Learn to enjoy losing"

eftir að Hunter tapar í einhverju sona "spin the wheel" dæmi.