föstudagur, september 03, 2004

Sofa það er gott, en hvað er betra en að sofa?, borða?, flengríða?, allt?, kaffibolli með Bob Saget?

Ég veit ekki, ég er allavega að horfa á lítið skrímsli núna sem kallar sig The Man Of Steel, sem er alveg dauðþreytt og er að steinsofna í bug-infested herberginu mínu, ég meina allt þetta bjarga heiminum bull getur þreytt mann, sérstaklega ef maður er ekki búinn að fá sér kaffi....með Bob Saget

Muniði ekki eftir Bob Saget?, hann var ömurlegur maður, alltaf í endanum á öllum America's Funniest Home Video's sagði hann "And honey ....blablablabla"

En kaffibolli með honum, nothing beats that, þá eru ekki þessi djöflans hár að stingast útúr bolnum hans, helvítis bringuhár, hans eru nefnilega ekki krulluð heldur bara svona slétt og hörð eins og í strákústi. Sem betur fer er ég ekkert að velta mér mikið með honum nakinn í grasi, hvað þá mold eða appelsínubörki.

Veitingastaðir láta mann alltaf fá lítil ílát fyrir allt, þegar maður fær sér steik með bairnase sósu, þá fær maður bara svona litla skál sem gæti ekki rúmað þumalinn manns (allavega ekki minn, ég er með feita putta), og það er ekkert að ganga með 400 gr blóðsteik og gommu af frönskum og grænmeti, nema þá að ég þambi helvítis rósavínið mitt, sem og mig langar ekki að gera!

Hvað er málið með "Sem og.." eins og, hann var að tala um að bíta í sundur rafmagnsnúruna í beikoninu sínu sem og hann gerði án árangurs.. Getur maður bitið án árangurs?, jafnvel þótt maður nái ekki að bíta hlutinn í sundur, þá beit maður samt, og maður náði að gera það sem maður ætlaði sér að gera...að bíta. Æi ég veit ekki

Ætla kannski að drekka í kvöld, var að pæla að fara út í hagkaup og kaupa mér eitthvað að drekka, semsagt orkudrykki þannig að ég yrði ekki þreyttur um hálf átta leitið og myndi sofna kl sjö eða eitthvað eins og gerist alltaf, ég þoli það ekki, kannski að ég hámi bara í mig þurrt kaffi. Eða eitthvað

Hmm, ætti ég að pikka í Stálmanninn hérna ??, vekja hann?....eða ætti ég að nýta mér tækifærið og strippa hann og taka myndir af honum í annarlegu ástandi með Kenny bangsanum mínum (sem ég er farin að hallast að að sé gay).

Hurru þetta verður að duga í bili held ég, ég ætla að opna fyrsta cíderinn minn núna og chilla á meðan ég hlusta á BULLANDI bummer tónlist eins og "All By Myself með Celine Dion"...DJÖFULS PUSSA ER ÉG!

en það er best, að sitja einn inní horni í herberginu í myrkrinu og hlusta á playlista sem er troðfullur að lögum sem koma alltaf í bíómyndum annað hvort þegar fólk er að hætta saman eða byrja saman, hvorugt eitthvað sem ég fæ að njóta.



Nuf' Said!